laugardagur, júní 17, 2006

You Are 40% Weird

Normal enough to know that you're weird...
But too damn weird to do anything about it!


___________________________________________________________

...já, rétt til getið.. lítið að gera í vinnunni í dag :-)

Gleðilega þjóðhátíð !!! Allir kátir og glaðir í dag.

Meiri gosarnir þessir flugmenn.. ef maður er ekki með fléttur í hárinu á hverjum degi þá er bara kvartað. Furðulegar skepnur.

Svo hringdi óóóóógeðslegur leiðindagaur áðan sem ég lét fara í mínar fínustu. Hann var að panta far Rvk-Aey... samtalið var svona :
Sunnfríður : "Jæja, þá er þetta allt klárt. Má bjóða þér að fá staðfestingu og bókunarnúmer sent með tölvupósti ?"
Kallfjandinn : "Heyrðu vinan, þú átt nú ekki að vera svo vitlaus að bjóða fólki þetta sem er lengst uppá fjöllum !"
Sunnfríður : "Tja, ég gat nú ekki vitað hvar þú værir staddur :)"
Kallfjandinn : "Það er alveg sama, þetta var heimskulegt, ég á bara að biðja um þetta sjálfur !"
Sunnfríður : "Við höfum það nú fyrir reglu að bjóða fólki alltaf þennan möguleika, því fólk vill oft gleyma honum."
Kallfjandinn : "Heyrðu góða, ég nenni ekki að ræða þetta, bless !"

....maðurinn greinilega búinn að vera of lengi á fjöllum...
Húni, vinnufélagi minn, vildi meina að hann þjáðist af "fyllisgremju" ..hahahaha...

Ohh.. well, sumt fólk... bleeaaahhh....

Í kvöld ætlum við Árni að hafa smá grillboð. Sauðnaut á boðstólnum... og eitthvað veggie fyrir mig... get ekki meira kjöt... úff..
Ég er reyndar að vinna til 21:00 svo að ég kem ekki til með að taka virkan þátt í eldamennskunni. Ætla að reyna að standa mig í átinu í staðinn.
Gott að eiga svona góðan mann :-)

hilsner-pilsner,
-Sunna.

föstudagur, júní 16, 2006

Þeink god itts frædei,

Er reyndar að vinna til 23:30 í kvöld, og kl:08 í fyrramálið og til 21:00... Eeeeen eftir það er ég í fríi til þriðjudags... úúúúújeeehhh :-)

Vaktstjórinn minn, hann Kristján, var að að hrósa okkur nýliðunum áðan. Hann kaus að nota leik Serbíu og Argentínu í dag sem samlíkingu. Og sagði að nýliðarnir í fyrra hefðu verið eins og Serbía spilaði í dag... Og að nýliðarnir í ár (við semsagt) værum einsog Argentína spilaði í dag... Semsagt, við erum hundraðsinnum betri :-)

Good times...
Vonandi er þetta ekki eitthvað sem hann segir á hverju ári... neeeeee.. getur ekki verið.
Hópurinn er að ná alveg einstaklega vel saman, endalaust grín og glens allan daginn. Manni leiðist ekki í eina mínútu. Snilld !

Núna eru tröppurnar okkar alveg að vera glimmrandi fínar.. bara smotterí eftir.. þá getur maður loksins farið að þrífa almennilega.
Svo ætlar Árni minn að sækja antik-kommóðuna mína á eftir. Mamma var svo góð að senda hana til mín í vikunni. Höfum ekki getað sótt hana á vörubílastöðina af því okkur vantaði bíl sem gæti dregið kerru. ...hlakka svoooo til að fá hana inn í stofu :-)

ójá,
mitt spennandi líf.. hehe..

úúúúú Frosti drap fugl í gær OG ÁT HANN UPP TIL AGNA... Mætti halda að hann fengi ekkert fóður. Vanþakkláti heyrnleysingi ! ..hehe..

over&out,
-Sunny.

_________________________________________________________
_________________________________________________________

miðvikudagur, júní 14, 2006

Við erum stödd í miðri viku...

Góða veðrið í gær var svokallað "tease-veður" ... semsagt bara verið að sýna manni hversu gott það getur orðið... ooooooog svo er það rifið í burtu.

For helvede.. Langar í sumar og sól. Háa hæla og stuttan kjól...
Eeeeen maður er með sól í hjarta svo það er bót í máli :-)

Það var sofið vel út í dag, svo fórum í Árni og græjuðum ný dekk undir kaggann.
Ég brunaði svo í vinnuna kl.14:30... Er þar núna. Verkefni dagsins einstaklega gefandi : Endalausar seinkanir.. pirraðir farþegar sem halda að maður sé eigandi "flugáætlunartöfrasprotans" (vildi að hann væri til, *andvarp*) ...þannig að þetta er búið að vera mjögsvo hressandi í dag :-)

....annars ekkert spennandi að gerast, ..þrællinn sem við pöntuðum frá Brasilíu (pabbi hans Árna) stendur sig með stakri prýði, stiginn alveg að verða tilbúinn... mmm... þetta verður svo flott hjá okkur.

Svo langar mig svo svakalega að gera eitthvað um helgina.. fá einhverja 17.júní gesti eða eitthvað...
Nú má einhver að sunnan alveg fara að koma í heimsókn sko.. ég er í fríi frá kl.21 á laugardaginn og til þriðjudagsmorguns. *hint-hint*

boltinn er hjá ykkur...

-Sun.

____________________________________________________________
____________________________________________________________

þriðjudagur, júní 13, 2006

Aaaaaaaaaahhhhhhhhhhh.........

Jeremías ! Dagurinn í dag er búinn að vera himneskur.
Vaknaði kl.11:07 og fékk mér morgunmat með Ægi litla. Hann fékk svo að dunda sér með afa sínum sem er að leggja parket á stigann hjá okkur.
Á meðan fór ég í allsherjar snyrtingu inná baði, lita og plokka og svoleiðis. Svo í laaaaaanga sturtu og setti djúpnæringu í hárið, sem ég leyfði að vera í í allan dag :-)
Kl. 14:00 fór ég svo uppí Abaco (geggjað flott snyrtistofa) og fór þar í riiisastóran heitan pott með nuddi, var alein sem gerði slökunina enn betri. Og kl.15:00 fór ég í nudd. Það var alveg mergjað að vera búin að vera klukkutíma í pottinum fyrir nuddið.... og nuddið var dásamlegt !
Mamma hans Árna, hún Helena, var svo góð að splæsa á mig nuddtíma. Hún vissi að ég væri í fríi í dag og hringdi í gær og sagði mér að hún væri búin að panta fyrir mig tíma :-) .....so good....

Svo núna áðan var ég að skola djúpnæringuna úr hárinu.. mmmmm.... softness. OG setti á mig brúnkukrem...
Semsagt "Sunna´s big beautifying day" :-)

Ægir fór svo heim í kvöld. Það var mjög gaman að hafa hann. Hlakka til að fá hann aftur, ...lil´sweetie :-)

Það skemmdi líka ekki fyrir deginum að veðrið er búið að vera alveg hreint yndilsegt. Vona að það haldist svona.
Summer where are you ?!?

...jæja, farin að horfa á video með kallinum.

-Sunnsa.
================================================================

mánudagur, júní 12, 2006

Aaaa... what a glorious day :-D

Mætti kl. 06:45 í vinnuna, og er svona eldhress alveg. Ótrúlegt. Gæti verið að ég væri með svefngalsa gærkvöldsins í dag ?!? ..EÐA er Coke-light töframjöður ? ..maður spyr sig.

Fórum í grillpartý til tengdó í gær. Þar var ýmislegt góðgæti á boðstólnum. Sauðnaut, kjúklingur, náhvalskjöt og NÁHVALSFITA... úúff... ég hélt ég myndi deyja. Árni náði nú samt á einhvern undraverðan hátt að fá mig til að smakka þetta aftur. Þetta var að vísu öðruvísi matreitt en það sem ég smakkaði á Grænlandi, og með einhverri fancy-smancy ídýfu... ég lét gabbast. Eeeeeeen allt kom fyrir ekki.. sama ljóta lýsisbragðið af þessu. Allar karrý-ídýfur heimsins gætu ekki falið þetta bragð. Eeek..

En fyrir marga er þetta lostæti.

Fyrirtækið sem Flugfélag Íslands pantar staffa-matinn frá heitir líka "Lostæti" ...rangnefni, to say the least !
Í dag er "Pylsupottréttur með bökuðum baunum og kartöflumús" ...persónulega finnst mér þetta bara vera smekkleg leið til að segja "Fáðu þér þetta og þú munt prumpa á þig þig nýtt rassgat" ;-)
Sem betur fer er líka í boði svona sérmatseðill, kjúklingur, hamborgari og franskar og svona.

jæja, kæri lesandi - megir þú hafa það sem allra best í dag !
yfir og út,
-Sunnfríður.

_______________________________________________________________
_______________________________________________________________

sunnudagur, júní 11, 2006

SunnuSunnuSunnudagur....

Föstudagskvöldið var verulega skemmtilegt. Árni eldaði skötusel og ljúffengt meðlæti. Hreinn unaður :-)
Svo spiluðum við frameftir. Það er svo gaman að spila með góðu fólki. Jói og Halldóra eru alveg hreint frábær !

Ægir litli kom heim um kvöldið... vildi ekki gista útá Björgum. Hann er lúmskur og fær yfirleitt sínu fram, heheheh.

Í dag er ég að vinna. Byrjaði kl.07:30... er bráðum búin :-)

Svo ætla ég að rúlla heim og hafa það rooooosalega kósý með strákunum mínum.

hey... hér er myndin sem ég talaði um í síðasta bloggi :



kinda cool ;-)

hilsen,
Sunna.