You Are 40% Weird |
Normal enough to know that you're weird... But too damn weird to do anything about it! |
___________________________________________________________
...já, rétt til getið.. lítið að gera í vinnunni í dag :-)
Gleðilega þjóðhátíð !!! Allir kátir og glaðir í dag.
Meiri gosarnir þessir flugmenn.. ef maður er ekki með fléttur í hárinu á hverjum degi þá er bara kvartað. Furðulegar skepnur.
Svo hringdi óóóóógeðslegur leiðindagaur áðan sem ég lét fara í mínar fínustu. Hann var að panta far Rvk-Aey... samtalið var svona :
Sunnfríður : "Jæja, þá er þetta allt klárt. Má bjóða þér að fá staðfestingu og bókunarnúmer sent með tölvupósti ?"
Kallfjandinn : "Heyrðu vinan, þú átt nú ekki að vera svo vitlaus að bjóða fólki þetta sem er lengst uppá fjöllum !"
Sunnfríður : "Tja, ég gat nú ekki vitað hvar þú værir staddur :)"
Kallfjandinn : "Það er alveg sama, þetta var heimskulegt, ég á bara að biðja um þetta sjálfur !"
Sunnfríður : "Við höfum það nú fyrir reglu að bjóða fólki alltaf þennan möguleika, því fólk vill oft gleyma honum."
Kallfjandinn : "Heyrðu góða, ég nenni ekki að ræða þetta, bless !"
....maðurinn greinilega búinn að vera of lengi á fjöllum...
Húni, vinnufélagi minn, vildi meina að hann þjáðist af "fyllisgremju" ..hahahaha...
Ohh.. well, sumt fólk... bleeaaahhh....
Í kvöld ætlum við Árni að hafa smá grillboð. Sauðnaut á boðstólnum... og eitthvað veggie fyrir mig... get ekki meira kjöt... úff..
Ég er reyndar að vinna til 21:00 svo að ég kem ekki til með að taka virkan þátt í eldamennskunni. Ætla að reyna að standa mig í átinu í staðinn.
Gott að eiga svona góðan mann :-)
hilsner-pilsner,
-Sunna.