fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Krútt krútt krútturassar....

Sunnfríður er í krúttlegu skapi í dag.

Það var krúttlegt að vakna í morgun og sjá að við sváfum öll í rúminu - litli stubbur skriðinn uppí :-)
Það var krúttlegt hvað kisinn minn strauk sér mikið utan í mig meðan ég var að hafa mig til í morgun (held reyndar að það hafi aðallega verið til að sníkja eitthvað gotterí).

Ég var glöð þegar ég mætti í vinnuna og sá að Express þotan hafði farið á tíma - svo að ég þurfti ekki að standa í því bulli.
Ég var glöð þegar ég sá að vaktstjórinn minn í dag væri Eiður - hann er snillingur og ég var á vaktinni hans í sumar, en nú sé ég hann sjaldan.

Ég var sátt með sjálfa mig af því ég mundi eftir að taka með mér morgunmat.
Ég var sátt með sjálfa mig vegna þess að ég átti hvorki slæman hárdag né meiköppdag.
Ég var sátt með sjálfa mig vegna þess að ég mætti á réttum tíma í vinnuna - þrátt fyrir að hafa farið seint að sofa.

Það er löööng vinnuhelgi framundan og ég veit að ég verð búin á því á sunnudagskvöld. En næsta vika verður auðveld - og til að bæta hana enn frekar þá kemur Ásta mín á fimmtudagskvöldið :-D ...það er snilldin eina þarsem ég verð í fríi alla helgina. Hef lúmskan grun um að við stöllur munum heimsækja Jólalandið og fá okkur Brynjuís.

Mig langar að enda blabla dagins á sömu krúttlegu nótunum. Fékk myndina lánaða af síðu stóru systur... fannst hún svooooo sæt. Þetta eru semsagt yngstu frændsystkyni mín - Hekla María og óskírður Bachmann.
Er hægt að vera svona mikið krútt ?!?



Takk í dag ljúflings fólk,
-Sunnfríður.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Ég er einstök...

...ein stök kaloría.

Ef það væri satt - þá væri ég diet kók.

En eitt vitum við, ég er drottning aulahúmorsins !
Ég þurfti fara inn til kallsins í fraktinni áðan - sækja lyklana að geymslunni.

Sunna: "Hæhæ, mig vantar lyklana."
Teddi: "Hva - ertu lyklalaus stelpa ?"
Sunna: "Já - en ég er ekki heilalaus - og það er fyrir öllu :-)"

....svo fékk ég skrýtnasta svip heims.
En gekk í burtu alsæl engu að síður. Ánægð með gott dagsverk í þágu aulahúmorsins.

Amen,
-Sunns.

mánudagur, nóvember 20, 2006

Guð...

...Jens Guð.

Ég tjékkaði hann inn áðan. Hann er ...tja.. öðruvísi.
Fyrir ykkur sem ekki vitið hver hann er þá er hann tónlistar spekúlant (eða eitthvað) - skrifaði meðal annars "Poppbókina".

Ég er hálfrugluð eftir helgina. Fórum á alveg sæmilega hressandi djamm á föstudaginn, ég er að verða of gömul fyrir þetta bull ! Nú er komið að því að róa sig niður :-) Og svo var ég að vinna aðfaranótt laugardags - þota frá Express að fara.
Í gær var ég svo alveg steikt - vildi bara sofa og sofa.
Mætti fyrr í vinnuna í dag og sé fram á allsvakalega vinnuviku. Úff - bara einn dagur frí þangað til á mánudaginn.
Jebb - hef grun um að ég verði orðin ansi þreytt þá :-) ..tólf tímar alla dagana.

Svo er ég að reyna að vera dugleg í ræktinni.
Finnst alltaf svo gott þegar ég er búin... það er bara svo erfitt að drulla sér af stað. Sérstaklega eins og veðrið er búið að vera. Ég lét samt stórhríðina í síðustu viku ekki aftra mér.
Og nú er ekkert að veðrinu svo ég hef engar afsakanir... enda er þetta líka bara gaman.

Fann tvær sætar myndir af einni af mínum uppáhalds skvísum. Giselle Bundchen.
Ohh... hún er svo pretty :-) Það gleður hjarta mitt að horfa á hana.





Takk fyrir mig í dag,
Þarsem ég verð að vinna svona mikið á næstunni þá megið þið eiga von á alltof mörgum svona pistlum - tilgangslausum pistlum.
Garrra lovvv ðemm maður !

-Sunna.