föstudagur, desember 05, 2008

Gleðilegan föstudag

Um daginn nefndi ég á einhverjum netmiðlinum að hinn forni fjandi Íslendinga væri ekki hafís - heldur hálsbólga. Ég stend enn á bakvið þessi orð, þó hálsbólgan sé nú á bak og burt. Gudskelov.
Vitiði um skottulækni, eða dýralækni sem fjarlægir hálskirtla fyrir lítið ? Helst eftir 19 á kvöldin.
__________________________________________

Hin fjöruga móðir mín sendi mér um daginn slóð á afar skemmtilegt netdagatal, (af því ég fékk ekkert súkkulaðidagatal í ár.) Þetta er svona hannyrða-dagatal. Ég var nefnilega nýlega bitin af einhverskonar sauma-bakteríu. Dreymir um að eignast saumavél, og sigra heiminn með einum silfruðum fæti og sikk-sakk-saumi. Ég bið ekki um mikið.

Í glugga dagsins á dagatalinu birtust svona "dúllur", eða crochet einsog ég myndi kalla þær ef ég byggi í Le Paris. Svona dúllur minna mig á ömmur og Grænland, skondin blanda. Svona er mannsheilinn merkilegur.
Til að ýta enn meira undir sköpunargáfu næstyngstu dóttur sinnar hringdi mamma í mig í fyrradag, og sagði mér frá stórsniðugum piparkökum með "glugga". Hugmynd þessi ku vera úr blaðinu Good Food. Ég mun hefja piparkökutilraunir mínar um næstu helgi, og greini ítarlega frá þeim hér. Afar spennandi skal ég segja ykkur. Hahahaha.

Eigið góða helgi,
-Sunni jólaníll.

P.s. Hey þú PNG Grinch - JÓLA JÓLA JÓLA JÓLA JÓLA :-D