föstudagur, júní 30, 2006

Lífið er gott :)

Þó að peningar séu oft af skornum skammti er samt gaman að vera til.
Þessi litla mynd á mbl.is kætti hjarta mitt :)
Það eru flóð í bænum Lucknow á Indlandi og þessi mús kunni svo sannarlega að bjarga sér. Fyrirmynd fyrir okkur öll. Og útnefni ég hana hérmeð "Hetju dagsins 30.06.06" ! Húrra fyrir klárum nagdýrum !



Svo er ég bara að fara suður um þrjúleytið...
Ætla að hafa það náðugt með Önnu systir. Og fara í brúðkaup og sollis :)
....mig grunar að það verði einnig kíkt í Ikea.. thíhíhíhí...

p.s. Halldóra... sendu mér meil með símanúmerinu þínu.. (sunnabirgisdottir@hotmail.com)

hilsner - pilsner,
-SunnSunn.

miðvikudagur, júní 28, 2006

Jáhh !

..hvað haldiði..

Sunnfríður fékk að bregða sér örstutt í höfuðborgina í gær. Afar notalegt að koma aftur í malbikslyktina og mengunina... mmmm...
Fór á vegum vinnunar, mátun fyrir nýju einkennisfötin... sem eru afar smart skal ég segja ykkur.
Ég sat frammí á leiðinni suður, fyrsta skipti sem ég prófa það. Ótrúlega gaman að sjá hvernig þetta gengur allt fyrir sig. Líka flott að fara í gegnum skýin... fyndið að það minnti mig á að fljúga yfir Grænland þegar við vorum fyrir ofan skýin. Keimlíkt.. gæti verið útaf hinum ráðandi hvíta lit á báðum stöðum :-) ..hehe..

Það var líka flott að sjá borgina birtast, maður sér í allar áttir þegar maður situr svona frammí. Flugum næstum beint yfir Bláskógana... Krúttlegt að sjá gömlu heimkynnin svona smækkuð.
Ég vinkaði ykkur líka öllum þarna fyrir sunnan... en þið sáuð mig ekki. Veit ekki hvort ég sá eitthvert ykkar.. allir litu út eins og maurar.. eins og við var að búast í þessari hæð.
Hefði verið scary ef allir hefðu ennþá litið út einsog maurar þegar við lentum :-O

.....ég átti að vera í fríi núna.... Aukavakt til hádegis útaf Pollamótinu í Eyjum. Ótrúlegt hvað íþróttaiðkun annarra getur haft áhrif á mörg líf.
Eeeeeen það vill nú til að það er gaman í vinnunni. Ætla meiraðsegja að betla aðra aukavakt annaðkvöld. Finnst ég alltaf vera í fríi.. hehe.

Svo er það bara heim og í bikiníið og gróðursetja pálmatré (varð að tala eitthvað um garðyrkju KOMMON) !
Já herrar mínir og frúr... það er tropical veður á Akureyri. Ég ætla reyndar að vera aðeins inni... skipuleggja fataskápana hjá okkur gömlu hjónunum. Aðallega hjá Árna samt :-) Það er einhver óreiða á þessu hjá honum. Ætla að koma honum á óvart með vel skipulögðum fataskáp (frábært surprise..hehe) ....sortera eftir litum og týpum og þess háttar.. leyfa asberger hlutanum að njóta sín í botn.
Árni ef þú lest þetta.. please act surprised anyway :-)

...bless í bili...

sólarkveðjur,
Sunnmunda.

mánudagur, júní 26, 2006

Nauj nauj nauj !

Gott veður á Akureyri :-)

Sem er mjög gott fyrir allar nýju plönturnar okkar, runnana og blómin. Helena og Siggi gáfu okkur tvo bakka af stjúpum. Allt orðið ótrúlega sumarlegt og fallegt !

Það er náttúrulega nauðsynlegt að punta svolítið hjá sér. Það er von á svo mörgum merkum gestum í byrjun júlí.

Júlímánuðurinn hefst með stuttri ferð til Reykjavíkur, þar sem ég mun vera viðstödd brúðkaup ársins. Inga Birna og Mumminn hennar eru að fara að rugla saman reitum.
Anna Þóra systir fékk þá snilldarhugmynd að ég myndi bara gista hjá þeim á meðan ég er fyrir sunnan... það verður hvorteðer enginn heima í Bláskógunum. Allir á ættarmóti.
Hlakka líka ekkert smá til að hitta Önnu Þóru... svo laaaaangt síðan. Ég er komin með fráhvarfseinkenni.

Þarnæsta föstudag, eða þann 7.júlí, mun hún Jóna mín setja undir sig vængina og fljúga með Trans-love Airways til höfuðstaðs Norðurlands. Og ég fæ að hafa hana hjá mér alla helgina og næstum allan mánudaginn .... aaahhhhh... *sæluandvarp*.
Vona að Árni haldi sönsum.. verður breyting fyrir hann að hafa TVÆR skrýtnar á heimilinu. Hehehe....

Daginn eftir að Jóna fer, eða þann 11. júlí, kemur ein af mínum elstu og kærustu vinkonum ásamt sinni litlu fallegu fjölskyldu. Þau verða hjá okkur eina nótt og halda svo áfram sem leið liggur til Kaupmannahafnar. Sigla með Norrænu frá Seyðisfirði.

Oooooog sama dag og þau fara kemur frændi hans Árna, Matjaz, frá Slóveníu og verður hann hjá okkur ca. 5 vikur.
Það er vonandi að ég haldi sönsum í þann tíma.. því þeir eru ansi skemmtilega skrautlegir saman.

....svo vona að ég einhverjir fleiri komi líka... Því það er sko nóg pláss í höllinni okkar.
3 auka herbergi :-) ..og stórt baðherbergi.. maður getur sko spúlað heilu fjölskyldurnar í einu.

jæja, best að fara og vera nytsamlegur samfélagsþegn.

yfir&út,
-Queen Sunnfríður Markan.