fimmtudagur, október 05, 2006

..Guð er góður..

Flest ykkar þarna úti vitið að það eru vissir hlutir sem hún Sunnfríður elskar.
Má þar til gamans nefna : Mörgæsir, súkkulaði, fallega skó... og auðvitað allt sem viðkemur Færeyjum.

Hið síðastnefnda byrjaði í einhverju bríaríi.
Ég tók uppá því eitthvert kvöldið fyrir nokkrum árum að lýsa boxi á færeysku. ...kunni að sjálfsögðu ekki stakt orð. En þetta gekk svo vel að færeyskan festist við mig.
Ég var beðin um að segja hitt og þetta á færeysku.. minni heimatilbúnu færeysku auðvitað.
Góðir tímar :-)

Nú er svo komið að einn af vinnufélögum mínum er færeyskur. Og að sjálfsögðu mikill snillingur.
Hann benti mér á heimasíðu með ýmsum færeyskum fróðleik. Og ég hreinlega fæ ekki nóg af því að skoða hana. Þvílík dýrð !

.....ég fann t.d. hárgreiðslustofu sem ég þarf klárlega að heimsækja :



...einhvernveginn skil ég Eyvöru betur núna :-)

hilsen,

-Sunntrídja.

miðvikudagur, október 04, 2006

...miðvika...

Helgin var ljómandi góð.
Alltaf jafn gaman að fá Hössa og Ragnhild í heimsókn. Og grænmetislasagnað heppnaðist vel... einsog alltaf. Múwahahaha... I rule !

Ægir Daði kom til okkar í fyrradag og gisti eina nótt.
Við fórum í rosalega fjöru-og veiðiferð í gær.

Lögðum af stað fyrir hádegi og allt. Það þykir tíðindum sæta á mínu heimili.
Seinniparturinn fór svo í garðvinnu. Við hjónaleysin erum ekkert smaaaaaáá dugleg. Ég mokaði mold einsog það væri enginn morgundagur... og sést það á höndunum á mér í dag. BLÖÐRUR = ÁI !

...við erum að tala um það að ég tjékkaði inn "exem-manninn" í morgun, og meiraðsegja hann hryllti sig yfir höndunum á mér.
Verð að grafa upp Michael Jackson hanskana mína....

Það er stutt vinnuvika fyrir höndum. Sem er afskaplega gott, því ég var að klára rosalega törn. (vó pæliði ef ég hefði verið að klára TJÖRN... *slurp-slurp*)
Helena systir og Heimirinn hennar ætla að koma norður um helgina. Og vá hvað ég hlakka til :-D
Þau eru svo frábær bæði tvö. Samt aðallega Helena af því hún er skyld mér... múwahahaha... djók Heimir.

Vona að hann berji mig ekki þegar hann kemur.. Hann er nefnilega svo mikill ofstopamaður.
Hahahahahahahahahahahahahahaaaa.......

____________________________________________________
AF FRIÐÞJÓFI :


Friðþjófur, vinur hans Frosta, komst því miður ekki í heimsókn um síðustu helgi.
Hann var víst á Egilstöðum í einhverjum leynilegum erindagjörðum.

Mig grunar að það hafi eitthvað með hið hræðilega kattarmorð að gera. En Frosti er þögull sem gröfin. Það skiptir hann miklu máli að Friðþjófur geti reyst honum. Eðlilega.

Vona að kallinn geti kíkt á okkur um næstu helgi. Þá getur hann líka hitt Helenu systir.
Ég veit að hún er mjög spennt að hitta hann.

___________________________________________________

Læt þetta duga í bili,
hilsen frá kúreka Norðursins,

-Sunna sexhleypa.