þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Fjölskyldur

Þær eru margvíslegar og misjafnar.

Hér er t.d. ein sem er frábrugðin minni, allavega í útliti :



Hér er ein sem er ekki til í raunveruleikanum.... eða hvað....? Þau eru búin að vera svo lengi í sjónvarpinu að manni finnst þau hálf raunveruleg.



Hér er svo bara smá-pínu-oggoponsu hluti af minni fjölskyldu, OG HÚN ER SKO FRÁBÆR !
Knús til ykkar allra ! :-*



-Sunna 73.

sunnudagur, ágúst 10, 2008

Stjörnuspá dagsins

Naut:
Þegar fegurð endist er það viðhaldsins vegna. Núna er rétti tíminn fyrir þig að ákveða hvað þú ætlar að rækta - bæði líkamlega og ekki síður það sem snýr að innri fegurð.

Hahaha.... já sjitt... nú fer ég að drífa mig í ræktina. Meiraðsegja stjörnurnar eru farnar að kvarta.



Góður Sunnudagur í dag :-)
-S.