þriðjudagur, júní 30, 2009

Hahahahahahahahahaha !!!

Grímseyingurinn er ekki bara skemmtilegur og fallegur - heldur líka upprennandi vidjólistamaður. Hér gefur að líta myndband sem hann stalst til að búa til, meðan stjúpa hans gekk í heimilisstörfin.

Þetta er túlkun hans á draugaganginum í Hinrikshúsi, með Evróvisjón ívafi. Njótið :



-Sunna & Ægir.
Jæja öllsömul,

Þá erum við komin heim úr ferðalaginu mikla. Þetta var alveg stórskemmtilegt, og ég hendi inn ferðasögunni bráðum.

Maður setti allt á fullt þegar heim var komið. Reif strax uppúr töskum og þvoði sem vitlaus væri. Fór svo í hendingskasti útí garð í gær og tók þar enga fanga - heldur drap allt illgresi sem á vegi mínum varð. Ég fékk nú reyndar góða hjálp frá Ægi Daða sem slátraði fíflunum einsog hann hefði aldrei gert annað :-)



Frosti var nú ekki mikið til í að hjálpa, en fylgdist grannt með og sá til þess að enginn slóraði :



Knús á alla,
-Sunna.