laugardagur, febrúar 17, 2007

Ég er björn,

...kærleiksbjörn !

....aaaawwww.... Góðir tímar.

Vakna á laugardögum, skella kókópöffsi í skál og horfa á barnatímann. ......og skríða svo aftur uppí rúm í smá stund í viðbót þegar barnatíminn var búinn og kúra.

Alveg yndislegt !

Mér þótti líka... já og þykir enn, svo gaman að teikna. Tók kast einhvern tímann og teiknaði bara fuglahræður og flamengo-fugla. Svo var ég líka hugfangin af því að teikna Hitler...

Ég var líka ótrúlega smámunasöm og með talsverða fullkomnunaráráttu, tók um leið eftir því ef hinn minnsti hlutur hafði verið færður úr stað í herberginu mínu... meiraðsegja ef um nokkra sentimetra var að ræða. Og ég get sagt ykkur að þegar þetta gerðist þá leið mér einsog herbergið væri í RÚST !

Næst á eftir myndlistinni var mín eftirlætis frístundaiðkun að bregða litlu systir. Jeminn, hvað það var gaman. Hún varð líka alltaf svo óóóóógeðslega hrædd.

Ég vil meina að þessi uppátæki mín hafi hert hana - hún er nefnilega alls megnug í dag. Ef ekki hefði verið fyrir mig væri hún sennilega ógeðslegur lúði með bólur, sem væri hræddur við allt fólk nema vini sína á veraldarvefnum.

En í staðinn varð hún hörkukvendi með fallega húð sem er hrókur alls fagnaðar :-)

Já það er gaman að gera góðverk.. hehehehe....
-Sunna.

föstudagur, febrúar 16, 2007

Góðan dag börnin mín,

þetta er það sem kosmósið ákvað að segja mér í dag :
Dear Sunna,
Here is your horoscope for Friday, February 16:

Rebellion is healthy for the mind, body and soul. When you really think about it, there's no good reason why business as usual is always the default mode. You're ready to discover and explore new ground.


Yeahh !
Þetta hljómar spennandi.
Best að henda sér útí djúpu laugina. Ég er nefnilega mjög vel synd.

Munið að þið eru öll ljós heimsins og ljós hvers annars.
Orð sem ég var minnt á í dag - mér þykir þau alltaf jafn falleg.

-Sunna.

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Hey..

...ég gleymdi auðvitað að minnast á tvo hluti sem einkenndu síðustu helgi og hendi því inn tveimur vidjóum til skýringa :



Ooooooog :



...HAHAHAHAHAHAHAHA.... Good times !!!

*knús til ykkar Fritz & Bebbs*

-Sunns.
Gleðilegan þriðjudag :-)
Ohhh... það var svo yndislegt að fá Friðrik, Berglindi og Ísak í heimsókn um síðustu helgi.
Ég er búin að sakna þeirra svo óstjórnlega og núna ætla ég bara að skylda þau til að koma einusinni í mánuði ! Og hana nú ;-)

Hann Árni minn eldaði dýrindis kvöldverð á föstudeginum : Hvítlauksmarineraður skötuselur með öllu tilheyrandi. ......vaaaáááá, nammi gott. Ég er með svo feeeeeita matarást á manninum að það er ekki fyndið.

....enda er frökenin búin að þyngjast um hundrað kíló síðan hún flutti norður. *ehemm*

..er að vinna í því... LOFA !

Friðrik og Berglind tóku sig svo til og unnu okkur Árna í ÖLLUM spilunum sem við fórum í. Jeminn.. Það verður sko "rematch" dauðans næst. Við erum búin að skrá okkur í Trivial-bootcamp og fleiri námskeið.

Svo á laugardaginn kíktum við í jólahúsið og versluðum smá nammi.
Húsmóðirin eldaði svo grænmetislasagna um kvöldið.. sem hefði dugað 8-10 manns en við átum það ALLT.

Og vorum vitanlega hálfmeðvitundarlaus í dágóðan tíma á eftir - sumir þó meira en aðrir ;-)

Sunnudagurinn einkenndist svo af öööörlitlum timburmönnum - eiginlega merkilega litlum. Þetta voru kannski bara timburdvergar.

Og með trega kvaddi ég stóra bró og hyskið hans.... *snökt*

I just love them soooo much !

----------------------------------------------

Núna er litli snúllmundur kominn til okkar og verður vonandi í heila viku. Ég er í fríi miðvikudag og fimmtudag og ætla að nýta þann tíma í eitthvað fjör með stjúpsyni mínum. Skellum okkur eflaust í sund og gerum allt vitlaust í rennibrautunum. YEAHH !
Hafið það gott,
-Sunna.