fimmtudagur, ágúst 17, 2006

...bráðum fæ ég humar...

Ég fékk að skreppa aðeins í bæjinn áðan úr vinnunni.
Lagði bílnum og leit útum gluggann og sá þar merkingu í glugga sem hljóðaði svona :

Davíð Kristinsson, næringar- og lífstílsþerapisti, golf- og einkaþjálfari.

...mér finnst að hann ætti að taka að sér förðun og ásetningu á gervinöglum líka.
Og kannski barnapössun og garðslátt ??!

Jeminn..

Jáhh börnin góð það er ekki öll vitleysan eins.

Eeeeen, on a lighter note...

Á morgun verður lagt af stað í sextugsafmælisferð tengdó.
Hin mikla Helena Dejak á afmæli á morgun.
Við fljúgum öll suður og keyrum svo uppá sjálfan Sprengisand. Þar gistum við á nýja lúxushótelinu sem opnað var fyrir skemmstu.
....mmmm.... humar, heitur pottur, svíta og aaaaafslöppun.

Get ekki beðið :-)

Á meðan megið þið öll bara eiga ykkur, getið blaðað í Lesbók Morgunblaðsins eða eitthvað.

Frankly my dear I just don´t give a damn !

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Góðan og blessaðan..

Já það var aldeilis fjör á Fiskideginum... Þarna voru mörgþúsund manns samankomin og rúmuðust lygilega vel í þessum annars fámenna bæ.

Þríeykið ógurlega (Ég, Matjaz og Hlynur) fór þó snemma heim, þarsem foringinn (ég..haha) var að fara að vinna kl.7:30 á sunnudaginn.

Matjaz fór heim í gær... Við skötuhjúin erum því ein í kotinu allt í einu.. Okkur fannst það pínu skrýtið í gærkvöldi.
Létum síðan einsog fífl þegar við gerðum okkur grein fyrir að við gátum haft eins mikil læti og okkur langaði.
Tókum m.a. smá syrpu þarsem við æfðum okkur að tala einsog Yoda... Jeminn eini hvað það var fyndið :-D



Í kvöld ætla ég á stefnumót með fagra kærastanum mínum... Ætlum í bíó að sjá Miami Vice.. Ég ætla samt að horfa bara á hann allan tíman.. *væm*

...ég henti inn myndum frá versló og fleiru...

bleeesssss....
-Sunna.