miðvikudagur, september 17, 2008



Kæru lesendur,
Vinsamlega skiljið eftir ykkar atkvæði í eftirfarandi kosningu:

Hvernig á Sunna að lita á sér hárið ?

1) Rautt.
2) Vera áfram með ljóst.
3) Dökkt.
4) Grænt.
5) Svart.
6) Gleyma þessu og krúnuraka sig.



Takk fyrir,
-S.

sunnudagur, september 14, 2008

Hryðjuverk á Gránufélagsgötu !





Þetta var svar Jóns Sindra við glósunum sem ég sendi honum í gær.
Þannig er mál með vexti að í fyrsta ritunarverkefninu okkar í þýsku þurfti eðlilega að nota hinn yndislega staf eszett.
Jón Sindri kaus að nota ekki þennan fallega bókstaf í verkefninu, og sá ég mig þá knúna til að senda honum glósur. Honum til hjálpar að sjálfsögðu.
Glósurnar innihéldu eitt word-skjal, á því var margumtalaður bókstafur í stærð 500.

Mjög eðlileg hjálpsemi finnst mér ;-)

En það er augljóst að hann var ekki sama sinnis og greip því til hryðjuverka.
Dapurleg þróun.

...........En hvað ég hló mikið þegar ég leit útum gluggann í morgun !
Svo skyldi þessi elska nú reyndar eftir ruslapoka fyrir blöðin :



Takk fyrir góðan djók "litli bró",
-Sunna syz.