Það eru bara....
.....litlir 27 dagar þangað til ég fer út :-)Úfffff... Ég er ekkert smá spennt maður.Berglind talaði um fyrir nokkru síðan að í Cairns væri leðurblökuspítali.
Ég er búin að hugsa um þetta alltaf af og til - það er óneitanlega spennandi tilhugsun að vera sjálfboðaliði á leðurblökuspítala dagspart :-)
Fann meiraðsegja heimasíðuna þeirra.
______________________________________________________
Árni er kominn heim ! Jibbí skibbííí !!!!
Hann gaf mér undur fallegan síma í afmælisgjöf. Ég hef aldrei átt nýjan síma svo þetta var alveg ný upplifun.
Aðallega var nú bara gott að fá hann heim loksins. Við erum líka búin að kúra af okkur skinnið næstum því :-)
Ahhh.... notalegt........um daginn pantaði ég mér smá dótarí á
victoriassecret.com ....mig minnir að ég hafi sent inn pöntunina 6.maí, og í gær var bankað hjá mér og VOILA pakkinn kominn ! Þvílíkt framúrskarandi þjónusta.
Allt fína fína dótið sem ég pantaði passaði rosa vel, og ég er í skýjunum því þetta sparaði mér þvílíkan pening.
Ég tími nefnilega aldrei að kaupa mér föt undir
venjulegum kringumstæðum. Venjulegar kringumstæður myndu teljast : Versla föt í tískuvöruverslun á Íslandi á uppsprengdu verði. .......og yfirleitt eru þessar tuskur bara drasl.
Ég hef verið þekkt fyrir að bíða eftir að Centro sé með 1000 kr. markað ...nú já eða bara fara í Hagkaup.
Það þykir sumum lummó - en vitiði það, ég fæ alveg jafn mikinn leiða á dýrum fötum og þeim sem ég versla á tilboði eða útsölu.
Það var því óneitanlega einsog að detta í lukkupottinn að finna þessa netútsölu hjá
Leyndarmáli Viktoríu. Núna er ég vel uppdressuð, og með sendingarkostnaði heim að dyrum borgaði ég ekki nema brot af því sem þetta hefði kostað hér heima.
Húrra fyrir mér !
-Sunna.