föstudagur, júní 06, 2008

LOKSINS !

Ævintýrið byrjar í dag !
Fer suður og byrja að undirbúa mig andlega og líkamlega fyrir ferðalagið langa. Er búin að fá ferðafélaga sem mér líst afar vel á. Hef reyndar bara talað við hann í síma, en hann var með góða símarödd og bili dugar það mér. Alveg frábært að lenda á sömu flugum og hann, en hann er einmitt að fara að heimsækja kærastann sinn þarna úti. Greini betur frá kynnum mínum af honum Guðna (sem mig grunar að verði titlaður Guðni snillingur innan skamms) seinna meir.

Það var smá kveðjustund heima í gær. Það komu nokkrir snillingar í heimsókn, takk Ásta, Benni, Alfa og Assa :-D Frábært að sjá ykkur og gott að fá knús í nesti.

Nú og kellingin dreif sig svo loksins í klippingu og litun í gærkvöldi. Og ég er bombshell blonde !!! No joke ! ......Árni var allavega sáttur með þennan Battlestar-Galactica háralit ;-) hehe. *five* Ég var nú líka kát - hef bara ekki verið svona ljóshærð síðan ég var 17 ára eða eitthvað. Gaman að þessu !

En já - ég ætla að reyna að blogga smá úti. En það verður ekki forgangsatriði... Fosters og kengúrustöppur verða forgangsatriði. ÓJÁ ! ....Ekki misskilja, ég ætla ekki að slást við kengúrur. Bara knúsa þær. Myndin þótti mér bara fyndin :-)

...þangað til næst...
ást & friður,

-Sunna.

miðvikudagur, júní 04, 2008

Hæ þið,

Ég rakst á þessa mynd þegar ég var að taka til í póstinum mínum. Árni sendi mér hana eftir Tenerife ferðina. Hún var tekin á myndavél tengdó. Ekkert smá gaman að eiga eina mynd af okkur öllum saman :-) Snilldar ferðalag.



Svo hef ég bara voða fátt að tala um nema Ástralíuferðina mína :-D
Fer semsagt út á sunnudaginn og já... það er víst óhætt að segja að spenningurinn sé farinn að segja til sín. Jibbíííííí !

-Sunny.

þriðjudagur, júní 03, 2008

Halló halló halló !

VILJIÐI PÆLA ???!!! ísbjörn á röltinu !

Ja hérna, þetta þykja mér stórfréttir !

Aðrar stórfréttir eru þær að ég verð andfætlingur eftir 6 daga. Ójá !

-Sunna.