miðvikudagur, mars 07, 2007

Halló Ísland !

Það mætti bara halda ég væri flutt aftur til Reykjavíkur... er alltaf þar :-)
Einsog ég sagði frá í síðasta bloggi þá var árshátíð Fluffffélassins á laugardaginn. Vaktin mín skellti sér að sjálfsögðu... og það var rosalega gaman. Todmobil að spila og Andrea Gylfa auðvitað með nýju tennurnar.

Ætlaði að setja inn mynd af mér með nýja toppinn, en blogger.com virðist ekki vera að fíla nýju greiðsluna eins vel og aðrir.

Svo að í staðinn set ég bara mynd sem ég fann á netinu af henni Söruh okkar. Þessi er tekin á síðasta tökudegi Sex And The City.
.....ég skil tárin vel.



Mig vantar nýjan svona skvísuþátt, sem er með skemmtilegum söguþræði og pælingum, fallegum fötum og skóm... og karakterum sem manni fer ósjálfrátt að þykja vænt um.

-Sunns.