miðvikudagur, september 16, 2009

Ég er undir þínum áhrifum... Asía.

Ég er hrifin að mörgu asísku. Finnst meiraðsegja asíur góðar, ...allavega á Hlöllabát.

Karate:
Núna um daginn byrjaði ég aftur í karate. Fyrir um 9 árum síðan var ég í karate hjá Þórshamri í Reykjavík, og var meiraðsegja komin með gula beltið.
Nú er verið að endurvekja Karatefélag Akureyrar, sem legið hefur í einskonar dvala í um 10 ár, og ákvað að kella að skella sér á æfingu. Þetta er að vísu ekki Shotokan karate, heldur Goju Ryu karate. Ég vogaði mér ekki að mæta í karategallanum, með gula beltið mitt - þar sem ég var búin að gleyma flestu, að mér fannst, og svo heitir stíllinn annað og hvað vissi ég ?
Upphafskennslan er um margt lík, og ég hef smávegis forskot á hina sem eru að byrja að læra. Það þykir mér voða gott :-) Svoleiðis verður líka grunnurinn sterkur, og einfaldara að bæta ofan á.
Þess ber að geta að ég hef verið að drepast úr harðsperrum undanfarið, ...ótrúlega erfitt að rífa sig svona af stað eftir margra mánaða (ára..?) kósý-leti og ofát, haha.

Sushi:
Sushi er yndislegt. Mér líður vel af því, það er hollt, og svo er líka skemmtilegt að brasa við að borða það á snyrtilegan hátt.
Ég er með dellu núna fyrir því að læra almennilega að búa til sushi. Þetta er soldið föndur, og ég hef gaman af föndri. Og ekki er hægt að snæða allt föndur, sem gerir sushigerð óneitanlega meira spennandi en t.d. trölladeigsföndur.... :-) (hef aldrei skrifað ´föndur´ svona oft !)
Ef einhvern vantar tækifærisgjöf fyrir mig, þá langar mig í sushi matreiðslubók - fyrir byrjendur vitanlega.

Muay Thai:
Við skötuhjúin erum þessa dagana að horfa á Contender Asia. Þar er keppt í Muay Thai, sem er stórkemmtileg íþrótt og gaman að horfa á. Ekki skemmir fyrir að maður kynnist keppendunum aðeins því þetta er jú svona raunveruleikasjónvarpseitthvað, maður eignast sinn uppáhalds keppanda og verður því meira æstur yfir bardögunum. Við æpum stundum uppyfir okkur og kettirnir hrökkva í kút. Gaman að þessu.

Kanebo:
Þegar ég vann í Debenhams sá ég um Kanebo-básinn, og kynntist vörunum þeirra vel. Þetta eru gæði í gegn og ég hef tröllatrú á þessum vörum.
Shiseido rokkar líka - enda einnig asískt merki... haha.

Fatnaður:
Ég er mjög hrifin af fatnaði sem er í asískum stíl. Eitt sinn var uppáhalds sparikjóllinn minn rauður kína-kjóll.... en ég passa ekki í hann lengur. Spurning um að fá sér nýjan bara ?
Einusinni fann síðu á netinu sem heitir chinatowner.com, allskyns föt, mörg fyndin og önnur flott.. enn önnur ljót. Og hef ég verslað þar smávegis af fatnaði. Held að þetta sé lúsiðin stúlkukind sem stendur að baki þessu. ............vona allavega að það séu ekki 4 ára börn með blóðuga putta og garnagaul sem sauma þessi föt.

Við þetta allt saman verð ég að bæta að ég átti japanska pennavinkonu í nokkur ár, og er að leita að henni á facebook. Það hefur ekki borið árangur enn.
Akiko - ef þú lest þetta, heyrðu þá í mér.

Svo langar mig að læra japönsku. Líklega væri samt gáfulegra að læra kínversku... Svona til öryggis ef kínverjar taka yfir heiminn bráðum.

Arigato.
-Sunna.