Jæja krakkbörn !
Ég neyddist til að bregðast þeim þúsundum bréfa og áskorana, sem mér hafa borist frá aðdáendum mínum um heim allan.
Ég setti inn myndir frá afmælinu - og gerði gott betur : Setti líka inn ÞRJÚ NÝ albúm ! OG skrifaði skýrt og skilmerkilega við hverja mynd. Þetta er þrælavinna....
En svona elska ég ykkur mikið !
Árni fór með mig í óvissuferð á afmælisdaginn, 25. apríl. En fyrst gaf hann mér afmælisgjöfina mína :-D
Já herrar mínir og frúr, ég fékk uppstoppaðan hrafn og það sem meira er - hann er frá Skagaströnd !
Hann er snillingur þessi Árni.
Hér sjást þeir bræðurnir, Frosti og Funi:
Eftir að ég var búin að klappa krumma dágóða stund og við búin að ákveða hvar hann yrði staðsettur, fórum við að græja okkur fyrir ferðalagið.
Árni sá um ALLT. Hann pakkaði dýrindis nesti og keyrði með mig sem leið lá inn að Baugaseli. Gengum þar dágóðan spöl og dáðumst að náttúrunni og hvort öðru ;-)
Átum á okkur GAT og þökkuðum æðri máttarvöldum fyrir veðrið. Það var SVOOO æðislegt veður ! (myndirnar tala sínu máli)
Eftir göngutúrinn keyrðum við til Mývatns og fórum í jarðböðin. Það er sko afslöppun í lagi ! Vorum orðin vel meyr eftir 2ja tíma busl.
Ég vildi meina á einum tímapunkti að ég væri að fá hjartaáfall útaf hitanum - svo reyndist ekki vera :-)
Gufubað - klukkutíma afmælisturta og kremklíningur... Naut þess í botn að vera ein í heiminum í búningsklefanum. Og tók minn tíma........En Árni þurfti ekki að leita að mér í niðurfallinu. ...honum fannst ég sko helst til lengi að græja mig eftir jarðböðunina :-) hehe..
Við ákváðum að dúndra heim og skipta um föt - og svo út að borða á La Vita e Bella.
En fyrst sóttum við afmælispakkann minn frá Friðrik og Berglindi útá flugvöll !
Ég var ótrúlega dugleg og beið með að opna hann þartil eftir matinn.
Þetta var undrapakki því það var engu líkara en að það kæmu endalaust margir hlutir uppúr honum !
Hann innihélt t.d. :
(Í fyrsta lagi var pakkinn yndislega fallegur og kortið kallaði fram tár. Ég er soldið dramatísk, ég veit)
-Happy Feet á DVD :-*
-Yndiskrem frá Loreal sem gerir mig glowing :-*
-Ólöglegt magn af Hersey´s kossum :-*
-Rafmagnstannbursta, sem er svo nettur og svoooo fallega bleikur. Ég hef skýrt hann "The Toothbrushing experience".
....á botni kassans leyndist svo enn ein gjöfin. Í FedEx umslagi var annað umslag og í því :
MIÐI Á TÓNLEIKA, Í NEW YORK MEÐ ÞESSUM HÉRNA :
....uuuuuu já. Ég þurfti að lesa blaðið soldið oft.. þangað til að ég fattaði að þetta var ekki spaug. Berglind er að fljúga til NY í sumar og ætlar að kippa mér með og saman ætlum við að dillibossast við sætu sætu tónanan hans Justins :-)
ÓJÁ !
bless í bili, .....og by the way: Það er 18 stiga hiti og sól á Akureyri ;-)
-Sunna, sól í norðri.
Ég neyddist til að bregðast þeim þúsundum bréfa og áskorana, sem mér hafa borist frá aðdáendum mínum um heim allan.
Ég setti inn myndir frá afmælinu - og gerði gott betur : Setti líka inn ÞRJÚ NÝ albúm ! OG skrifaði skýrt og skilmerkilega við hverja mynd. Þetta er þrælavinna....
En svona elska ég ykkur mikið !
Árni fór með mig í óvissuferð á afmælisdaginn, 25. apríl. En fyrst gaf hann mér afmælisgjöfina mína :-D
Já herrar mínir og frúr, ég fékk uppstoppaðan hrafn og það sem meira er - hann er frá Skagaströnd !
Hann er snillingur þessi Árni.
Hér sjást þeir bræðurnir, Frosti og Funi:
Eftir að ég var búin að klappa krumma dágóða stund og við búin að ákveða hvar hann yrði staðsettur, fórum við að græja okkur fyrir ferðalagið.
Árni sá um ALLT. Hann pakkaði dýrindis nesti og keyrði með mig sem leið lá inn að Baugaseli. Gengum þar dágóðan spöl og dáðumst að náttúrunni og hvort öðru ;-)
Átum á okkur GAT og þökkuðum æðri máttarvöldum fyrir veðrið. Það var SVOOO æðislegt veður ! (myndirnar tala sínu máli)
Eftir göngutúrinn keyrðum við til Mývatns og fórum í jarðböðin. Það er sko afslöppun í lagi ! Vorum orðin vel meyr eftir 2ja tíma busl.
Ég vildi meina á einum tímapunkti að ég væri að fá hjartaáfall útaf hitanum - svo reyndist ekki vera :-)
Gufubað - klukkutíma afmælisturta og kremklíningur... Naut þess í botn að vera ein í heiminum í búningsklefanum. Og tók minn tíma........En Árni þurfti ekki að leita að mér í niðurfallinu. ...honum fannst ég sko helst til lengi að græja mig eftir jarðböðunina :-) hehe..
Við ákváðum að dúndra heim og skipta um föt - og svo út að borða á La Vita e Bella.
En fyrst sóttum við afmælispakkann minn frá Friðrik og Berglindi útá flugvöll !
Ég var ótrúlega dugleg og beið með að opna hann þartil eftir matinn.
Þetta var undrapakki því það var engu líkara en að það kæmu endalaust margir hlutir uppúr honum !
Hann innihélt t.d. :
(Í fyrsta lagi var pakkinn yndislega fallegur og kortið kallaði fram tár. Ég er soldið dramatísk, ég veit)
-Happy Feet á DVD :-*
-Yndiskrem frá Loreal sem gerir mig glowing :-*
-Ólöglegt magn af Hersey´s kossum :-*
-Rafmagnstannbursta, sem er svo nettur og svoooo fallega bleikur. Ég hef skýrt hann "The Toothbrushing experience".
....á botni kassans leyndist svo enn ein gjöfin. Í FedEx umslagi var annað umslag og í því :
MIÐI Á TÓNLEIKA, Í NEW YORK MEÐ ÞESSUM HÉRNA :
....uuuuuu já. Ég þurfti að lesa blaðið soldið oft.. þangað til að ég fattaði að þetta var ekki spaug. Berglind er að fljúga til NY í sumar og ætlar að kippa mér með og saman ætlum við að dillibossast við sætu sætu tónanan hans Justins :-)
ÓJÁ !
bless í bili, .....og by the way: Það er 18 stiga hiti og sól á Akureyri ;-)
-Sunna, sól í norðri.