laugardagur, apríl 26, 2008

28 ára....í gær

Jæja, þá er leiðinlegasti afmælisdagur allra tíma að baki. Lá í rúminu með ólýsanlega hálsbólgu og hita í kaupbæti.
Var búin að skipta um vakt við einn vinnufélaga minn svo ég yrði í fríi í dag.... því ég ætlaði að hafa smá vinahitting í gærkvöldi þegar ég yrði búin í vinnunni. En neeeeeeei - í staðinn vorum það bara ég og Frosti og frændi minn hann Panodil.

Svona er þetta stundum.
En það gladdi mig hversu margir sendu mér skilaboð og/eða hringdu. (þið sem klikkuðuð megið vita að ég er að útbúa svartan lista !)
Svo fékk ég tvo risa RISA blómvendi... annan frá mömmu og co. og hinn frá ástinni minni á Grænlandi. Báðir voru þeir liljuvendir, sem mér þótti fyndið..... eeen það er kannski á allra vitorði að þetta eru ein af mínum eftirlætis blómum.

Benni kíkti við með alltof veglegan pakka (skamm Benni) sem innihélt 3 bækur, Warren Ellis snilld, Douglas Adams snilld og Forrest Gump - sem einsog við vitum er margverðlaunuð snilld. Semsagt á heildina litið = snilld :-)

Og loksins fékk ég að opna pakkann frá Berglindi. Búin að slefa yfir honum ooooof lengi. Það má ekki senda manni svona freistingar svona löngu fyrir "stóra" daginn.
Hann innihélt afar hjálplega bók og hitamæli :-) ....thíhíhí..... skýri þetta betur seinna. Og næringu og sturtusápu frá Reniu... sem eru allt yndislegar vörur.... skamm Berglind fyrir að láta mig elska eitthvað ófáanlegt :-) hahaha... En það bætti sannarlega afmælisdaginn að fara í bað og geta notað allar Reniu vörurnar mínar ..... á alveg 4 stykki núna !!! Vúhú.

Takk fyrir mig !

Jæja, farin að hella uppá te og bryðja strepsils. Fun fun fun.

-Sunna gamla

mánudagur, apríl 21, 2008

Helgin - recap

-Fló á skinni = Fyndið :-D
-Afmæli Jónasar = Skemmtilegt !
-Laugardagurinn = ......ekki skemmtilegur.
-Sunnudagurinn = Aðeins skemmtilegri.

Kudos helgarinnar fer til Benna. Hann birtist í gærkvöldi vopnaður súkkulaðiköku sem hann hafði bakað, og mjólk - það var aaaaafar vel þegið. Nammmmmmmmm !

Takk fyrir mig,
-Sunna.