föstudagur, júlí 21, 2006

Mávum hefur fækkað í dag....

...ég keyrði yfir einn slíkan á leiðinni í vinnuna í morgun.
Náði ekki að stoppa. Ástæðurnar fyrir því gætu verið tvær :
#1. Sunna var nývöknuð og að reyna að syngja af innlifun með útvarpinu, þessu fylgir gjarnan "annarrar handar dansinn" með tilheyrandi höfuð-dilli.
#2. Sunna var á sama augnabliki að setja enn eitt hraðametið á milli Gránufélagsgötu og flugvallarins.

Ég sá hann bara ekki nógu snemma.. Þykir þetta mjög leitt...
Þetta eru samt svo miklir vargar að hans nánustu ættingjar hafa eflaust étið hann skömmu seinna. Og ef hann dó ekki samstundis þá útiloka ég ekki að hann hafi nartað smá sjálfur.
Þetta eru ránfuglar, rottur og hrægammar í einu og sama dýrinu.

Já já, kannski er ég soldið harðorð.... en ég segji þetta vegna þess að ég keyrði framhjá tjörninni á Þriðjudaginn og þar blasti ekki við mér sýnin sem er okkur svo kunnug : Endur, gæsir og svanir living in harmony með ungana sína. ....og stöku mávur sem var umsvifalaust rekinn í burtu af þeim hugrökkustu.
ÓNEI ! Ég sá ekki einn einasta unga, kannski 5 endur, 1 gæs og 1 svanshræ umkringt þúsundum máva.

....OK kannski smá ýkjur með svanshræið... Fannst vanta punktinn yfir i-ið. Svo lætur maður ekki góða sögu líða fyrir sannleikann :-)

Allavega, ég hef gert mitt í að fækka þessum blessuðu ólánsdýrum sem sjálf hafa skapað sér þetta orðspor.
Hvað ætlar þú að gera ?

Smá grín.

Góða helgi, Helga og Helgi.
Sunnydale.

mánudagur, júlí 17, 2006

Jæja börnin góð,

Þá er yndis heimsóknin mikla senn á enda. Ásta mín fer í fyrramálið :-(

Við erum búnar að hafa það alveg yndislegt.
Rosa skemmtilegt djamm á föstudaginn. Höfðum líka svo frábæra herramenn til að tjútta með : Minn fagra Árna, Matjaz frænda hans og snillinginn Örra... hann tók einmitt þessa mynd af okkur vinkonunum.



Svefn dagurinn ógurlegi var svo á laugardaginn.
Á sunnudaginn fórum við í kirkjugarðinn að heimsækja ömmu og afa Ástu. Svo skelltum við okkur í Jólahúsið... ohhh það er svo fallegt.
Á leiðinni þangað sáum við uglu... urðum alveg stjarfar :-) .....gaman að sjá uglu svona nálægt. Sem betur fer keyrði ég ekki yfir hana.. munaði litlu.

Eftir jólastemninguna fórum við í Kjarnaskóg. Veðrið var frrrrábært !
..eeeeen svo fór ég að vinna.

Í dag keyrðum við út á Björg. Langaði að sýna Ástu hvar Árni bjó.
Þar hittum við mömmu hans Árna og alla grænlendingana sem eru þar í heimsókn.
Komum akkúrat passlega í þvílíkan veislu hádegismat. Og að sjálfsögðu var snætt útí garði því veðrið var svo gott.
.....eeeen svo fór ég að vinna.

Í fyrramálið förum við stöllurnar svo samferða til Reykjavíkur.
Ég er nefnilega að fara í jarðaförina hennar ömmu Ingibjargar.... um kvöldið er aftur á móti afmælisveisla hjá ömmu Gummu...
Þetta verður semsagt frekar skrýtinn dagur : Sorg/gleði-dagur.

Bless í bili,
Sun.