miðvikudagur, október 17, 2007

Já fínt - já sæll, já fínt - já sæll

Það er svakalega fallegt veður á Norðurlandi í dag. Kjörið til flugs. Sem er auðvitað týpískt - þarsem ég er að vinna.
SVINDL !

En á svona aðeins léttari nótum...
Ég er í fríi alla næstu helgi og ætla að eyða henni í lærdóm, át, heitupottasvaml, yndislestur og kannski einn eða tvo göngutúra. .....Ég get ekki beðið. Dagskrá undanfarinna fríhelga hefur verið aaaðeins of strembin og það verður yndislegt að slaka aðeins á. Ætla að vera í jogginggalla og ullarsokkum allan tímann ! Maka deep-heat á axlirnar (....er sko með vöðvabólgu sem sæmir krypplingi) og drekka í mig fróðleik - nytsamlegan jafnt sem ónytsamlegan.

Aaaahhhhh....
Kannski eru það ellimörk að jogginggalla-fríhelgar þyki heimsins besta plan. En eins og staðan er núna - þá er mér hjartanlega sama :-)

blez,
-Sierra.