fimmtudagur, nóvember 16, 2006

LEIÐRÉTTING - LEIÐRÉTTING :

Ég fer ekki úr vinnuna og að skúra - og svo heim. ÉG FER BEINT HEIM :-D ....ég á svo góðan mann. HANN ER BÚINN AÐ SKÚRA !!! .....þvílíkt yndi. Ég er semsagt komin í helgarfrí efir hálftíma. Já krakkar - það eru litlu hlutirnir í lífinu sem kæta mig mest.

Ég vil líka óska Hössa og Ragnhild til hamingju með litla prinsinn. Hann er svooooo fallegur :-*

---> Síðan hennar Ragnhild.

-S.
Engar....

..hressandi uppástungur varðandi ´outfit´ fyrir föstudaginn bárust undirritaðri.
Svo hún hefur tekið málin í eigin hendur.



...hahahahahaha.. Þetta er kannski ekki alveg dressið - en ég get sagt ykkur að leður mun koma við sögu.

Brátt er minni gríðarlega löngu vinnuviku lokið.
Annað kvöld ætlum við hjónaleysin að gera okkur glaðan dag. Planið er að kíkja til Gústa vinar hans Árna og þangað koma líka Jói og Halldóra (eins gott fyrir þig Halldóra !!! Ekkert heim að sofa bull :-) ...hehehe...

Jæja, best að gera eitthvað gagn í nokkrar mínútur - svo skúra - svo heim í leti.

Yeahh.....
Góða helgi börnin góð. Gangið hægt um gleðinnar dyr , en fyrir alla muni gangið um þær.

-Sunnfríður Markan.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Úti er alltaf að snjóa...

Tók þessa mynd útum gluggan heima í gær :



Það er búið að opna í Hlíðarfjalli og svona.
Bráðum get ég farið að nota nýju snjóbrettafötin mín :-) Jibbííí !!!

Vinnuvikan mín er stutt í þetta sinn, aðeins tveir dagar.
Ætlum að gera eitthvað skemmtilegt á föstudaginn. Ég er strax farin að reyna að ákveða í hverju ég ætti að vera... hmmm... hugmyndir ??

Litli stubbur kemur svo til okkar á sunnudaginn. Hlakka svooooo til að sjá hann :-)

Þetta er nú allt og sumt sem ég hef að segja í þetta sinn.

-Sunna.

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Myndir...

...segja meira en þúsund orð.

Þrjú ný albúm hafa bæst við myndasafnið. Ég á reyndar eftir að skrifa við allar myndirnar... þangað til þurfa þær bara að tala sínu máli.

Njótið.

-Sunna.