fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Til minnis :

Það er ekki gott að borða súr vínber þegar maður er með munnangur á stærð við Grímsey !

Til athugunar :

Orðið "farangur" á að vera hvorugkynsorð.. einsog orðið "munnangur".
Dæmi: Ohhh ég er með alltof mikið farangur !
.....allt annað er glórulaust..... af því farangur er í tvennu lagi "far" og "angur".
Það myndir engum detta í hug að segja : Settu þetta meðal á munnangurinn þinn !

-Sunns.
Jæja gott fólk,

Nú vantar Sunnu smá hjálp.
Þannig er mál með vexti að það er verið að þrýsta soldið á mig af ákveðnu fólki hér í bæ að mæta á landsfund Vinstri Grænna.
Mig dauðlangar... og VG er minn flokkur. Einnig væri gaman að fá eitthvað annað að stússast hérna fyrir norðan, svona með vinnunni.... oooog held að þetta sé góð leið til að kynnast fólki :-)
Þrátt fyrir allar þessar góðu og gildu ástæður þá er ég eitthvað voðalega efins um að ég "geti" þetta... æji ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta.

Segjið mér hvað ykkur finnst !

.....annars er ekkert að frétta svosem. Stóri bró og fjölskyldan hans er að koma til okkar um helgina. Ég hlakka svo til að ég er að springa :-D

Verið góð hvort við annað,
-Sunna.