mánudagur, janúar 11, 2010

Alveg frábær helgi að baki.



Litla yndið kom til okkar á föstudaginn.
Um kvöldið fórum við að Björgum þar sem Nonna Travel-fólkið tók á því í Alias spilinu. Þrælskemmtilegt !

Á laugardaginn fórum við í smá búðaráp. Ægir fékk pening frá okkur í afmælisgjöf (6.jan - 9 ára), og hann langaði vitanlega að eyða honum í eitthvað skynsamlegt í Tojjsaröss.
Ég svipaðist um eftir úlpu á meðan en fann ekkert..... eeeeen fór svo seinnipartinn á útsölumarkað 66°N og fann þar öndvegis grip sem mun halda á mér hita um ókomin ár :) Ofsalega ánægð. ....það kom sér afar vel að vera búin að fá afmælisgjöfina frá tengdó. Annars væri ég enn skjálfandi á beinunum í einhverjum rottupels. Hahaha :)



Strákarnir skelltu sér í bíó seinnipart laugardags og ég tók til á meðan, og dillaði mér við gömul diskólög.

Kvöldmaturinn var pizza með skinku, beikoni og flugu. Já... sá stutti ætlaði að bera fyrir sig lystarleysi þegar hann sá þetta vængjaða fyrirbæri hjúfrað inní bráðinn ostinn, en hann fékkst þó til að borða þegar við útskýrðum að það væru hverfandi líkur á að fleiri skordýr leyndust í matnum.
Sunnfríður skellti sér svo í heimsókn til Ölfu, þarsem maraþon kjaftagangur stóð í nokkra klukkutíma :) Yndislegt.

Ægir flaug svo heim á sunnudaginn. ........en vonandi sjáum við hann aftur sem fyrst.
Við skötuhjúin skúruðum einsog vindurinn og fórum svo í kvöldsund í Jónasarlaug.



Maður sofnar ansi vært eftir legu í heitum potti.... mmmmm.... Svo vært að það getur reynst erfitt að draga sig framúr morguninn eftir :)

Eigið góðan mánudag kæra fólk.
-Sunna.