Ohhhhh.... Strákarnir mínir eru mestu krúttin. Ekkert smá notalegt að vakna með þá báða í
litla rúminu okkar. Hehehehe...
Ægir Daði átti nokkur gullkorn í gær...
Vorum að horfa á "
Tekinn" og Ægi hefur greinilega fundist hann kannast aðeins við Audda af því allt í einu hrópar hann upp :
"Jaaaááá ! Þetta er KALLINN úr Strákunum !!!"Mér fannst þetta svo yndislega fyndið og þversagnakennt :-)
Svo lék hann sér að því að hálfkyngja núðlum og draga þær aftur upp úr hálsinum. Hann sagðist vera að galdra... Ehemm... Þetta endaði auðvitað með því að hann fór að kúgast og hann hætti.
Lillinn ætlaði að fara heim í gær - en ákvað að vera eina nótt í viðbót af því hann sagði að annars myndi
ÉG fara að grenja :-) hahaha... Ég var voða glöð að hann hætti við. Gott að hafa hann.
Hann er litli húnninn minn - þetta tekur auðvitað allt sinn tíma - svona stjúpbarna stjúpmömmu dæmi. .....en við erum fínir vinir og ég er mjög bjartsýn með framtíðina !
Lovely :-) Myndin að ofan er úr Króatíuferðinni okkar, september 2005. Við förum pottþétt aftur þangað bráðum - á sama stað. Þorpið Baska á eyjunni Krk. Svakalega fallegt og mjög ódýrt að njóta lísins.
Bless í bili.... ég er farin að vinna og láta mig dreyma um gullnar strendur.
-Sunna.