fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Gleymdi aulahúmor dagsins :

Yfirmaður minn og annar gaur voru að tala um það í morgun að það væri ófært út í Grímsey vegna þess að það væru 25 hnútar.
Ég stakk uppá að þeir sendu bara einhvern úr skátunum út í eyju til að bjarga málunum.


......svo dó ég úr hlátri. Og var ein um það :-)


Ótrúlegir hlutir eru að eiga sér stað.... Hvort sem þið trúið því eða ekki...

1) Stórfótur náðist á mynd í Kjarnaskógi síðdegis í gær.

2) Flugumferð norður yfir heiðar hefur raskast vegna fljúgandi svína.

3) Kölski sást kaupa sér kraftgalla á Glerártorgi.

4) Sunna vaknaði kl.06 í morgun og fór í ræktina.

Ég veit hvað þið eruð að hugsa : Jee ræt Sunna !
En ég sver það - tók ansi góða æfingu árla morguns og það var bara ekkert svo mikið mál.
Svo heim í sturtu og skóflaði í mig Wheetabixi, og var ekkert smá hress þegar ég mætti í vinnuna.
Já dömur mínar og herrar, og aðrir nærsveitungar - þetta er saga sem mun endurtaka sig !

Ég verð orðin svona áður en þið vitið af :-)

Ohhh hvað ég held að Árni verði glaður.






-Sunna the Sailorman.

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Tímarnir breytast...

...og mennirnir með.
Þá sérstaklega Britney mín Spears.

Úff, skil ekki alveg hvað stelpan er að gera þessa dagana.

Hún er búin að fara úr þessu :



Í þetta :



...oooooog svo í þetta ástand :



.....æji ég veit það ekki, manni kemur auðvitað ekki við hvort fræga fólkið gengur í nærbuxum eða ekki...
Mér bara blöskraði þetta örlítið. Held að það hljóti að hafa verið hópþrýstingur sem olli þessum umbreytingum. Svo að :

Paris - þú ert frábær ! En þú ert greinilega slæmur félagskapur ! Það síðasta sem heiminn vantar eru fleiri sóðabrækur ! Og hana nú ;-)

Já & Amen,
-Sunna the Preacherman.

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Ohhhhh....

Strákarnir mínir eru mestu krúttin. Ekkert smá notalegt að vakna með þá báða í
litla rúminu okkar. Hehehehe...


Ægir Daði átti nokkur gullkorn í gær...
Vorum að horfa á "Tekinn" og Ægi hefur greinilega fundist hann kannast aðeins við Audda af því allt í einu hrópar hann upp :

"Jaaaááá ! Þetta er KALLINN úr Strákunum !!!"

Mér fannst þetta svo yndislega fyndið og þversagnakennt :-)

Svo lék hann sér að því að hálfkyngja núðlum og draga þær aftur upp úr hálsinum. Hann sagðist vera að galdra... Ehemm... Þetta endaði auðvitað með því að hann fór að kúgast og hann hætti.

Lillinn ætlaði að fara heim í gær - en ákvað að vera eina nótt í viðbót af því hann sagði að annars myndi ÉG fara að grenja :-) hahaha... Ég var voða glöð að hann hætti við. Gott að hafa hann.
Hann er litli húnninn minn - þetta tekur auðvitað allt sinn tíma - svona stjúpbarna stjúpmömmu dæmi. .....en við erum fínir vinir og ég er mjög bjartsýn með framtíðina !



Lovely :-) Myndin að ofan er úr Króatíuferðinni okkar, september 2005. Við förum pottþétt aftur þangað bráðum - á sama stað. Þorpið Baska á eyjunni Krk. Svakalega fallegt og mjög ódýrt að njóta lísins.



Bless í bili.... ég er farin að vinna og láta mig dreyma um gullnar strendur.

-Sunna.