fimmtudagur, september 20, 2007

Sól - ekki sól - sól - ekki sól

Það er allavega fjölbreytileiki.
Ætli fólkið í Afríku (eða einhverstaðar..) hugsi stundum : "Oohh ég vildi að það væri sól í smá stund, svo þoka, svo rigning, haglél eftir hádegi og svo sólarglæta fyrir kvöldmat."

Ég vona bara að það verði gott veður á morgun og hinn... ætla að reyna að komast í flugtíma. Svo ætlar Sunnfríður að skella sér suður og heiðra fallega fólkið á myndinni með nærveru sinni. Þau hafa boðið nokkrum útvöldum og afar sérstökum einstaklingum til teitis sem ætlað er til húsvermis.
Mikið hlakka ég til....
Á bara eftir að gera milljón trilljón hluti áður en ég fer. ...reyni kannski að gera svona rúmlega milljón hluti í kvöld til að flýta fyrir. Jájá.

Ég fór ekki í sund í dag og er með blússandi samviskubit. Vildi ekki taka sjénsinn vegna þess að mér finnst einhver kvefskítur vera að gera vart við sig. Hata að vera veik - er líka búin að fá skammtinn minn af pestum og rúmlega það. Ojjj.
Spiruteinið og græna súrheysteið virðast vera að gera góða hluti samt.
En maður verður að hreyfa sig - koma blóðinu á hreyfingu og svitna soldið. Fátt betra og sjaldan er maður sáttari við sjálfan sig en eftir gott sprikl.

Þessvegna er ég með samviskubit núna... Ég er svo dramatísk. Missi úr einn dag og masterplanið mitt um að verða einsog súpermódel er fokið útum glugann ! Hahahahaha...

Neinei seisei,
...fer bara 1000 m á morgun. Geng af mér dauðri og verð með harðsperrur í stað samviskubits.

Gott plan. Yeahhh... Sjálfspyntingar.

-SunnssszzzZZZ...

sunnudagur, september 16, 2007

Váááá :-)

Þessi vél lenti hjá okkur í morgun.



Maður fær alltaf smá kitl í mallann þegar maður sér þessar stærstu pota sér niður á litla sæta flugvöllinn okkar..... og hvað þá taka á loft. Alveg magnað.

-Sunna.