fimmtudagur, júlí 13, 2006

Það er sól :-)

Þegar ég leit í spegilinn í morgun kl.06:15, snöggbrá mér... úff hvað ég var mygluð.

Smá púður og maskari gera kraftaverk á hverjum degi degi útum allan bæ....

En eins og meðfylgjandi mynd sýnir þá er ekki alltaf hægt að vera stífmálaður og fullkominn.
Gladdi hjarta mitt að sjá að hún Eva vinkona mín er mannleg ----->





Samt sæt :-)

.....og svo langar mig bara að segja JIBBÍ SKIBBÍ !!! Ásta mín kemur í kvöld ! :-D

Sólskinsbros,
Sunna.

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Góðir hálsar...

(einsog vampíran sagði)

Það var alveg svakalega gaman að fá Hössa og Ragnhild í heimsókn um síðustu helgi.
Mikið kjaftað, spilað og haft gaman :-)
Takk fyrir komuna.. þið eruð frábær !

Mín eeeeeeldgamla og elskulega vinkona Margrét kom í gær, og hennar fallega fjölskylda með. Þau gistu hjá okkur í nótt. Halda svo sem leið liggur til Seyðisfjarðar. Ótrúlega gaman að hitta þau loksins.

Frændi hans Árna, Matjaz, kemur í kvöld. Verður hjá okkur í 5 vikur. Eins gott að ég fái einhverja athygli á meðan !!! ...ekki líklegt...

Annað kvöld kemur svo himnasendingin mín... Ásta hin yndislega. Og hún verður hjá mér alveg þangað til á mánudaginn... mmmmm.... Það verður gaman :-)

Svo að það er nóg um gestagang á Gránufélagsgötunni. Ójá.

Annars er ég bara í vinnunni. Mætti 06:45... Er frekar illa sofin, fór aaaalltof seint í háttinn. Líka í fyrradag.. svo að þetta er soldið uppsafnað hjá mér. Verð að bæta úr þessu með snemmbúnu kúri í kvöld.
Ætla líka að reyna að fara að vera duglega að ganga/skokka í Kjarnaskógi.. sjáum til hvernig það mun ganga. Hehehehehe :-)
Ég keypti mér samt yoga-dvd í gær. Prófaði smá, hann lofar góðu. Ég verð farin að svífa í loftinu og pakka mér niður í ferðatöskur á no time !

...hafið það sem allra best í dag.
Ég ætla að reyna að brosa að rigningunni :-)

-Sunnmunda.