föstudagur, september 01, 2006

Haust .... (ekki hafrakexið)

Hvernig er það eiginlega... Breytist veðrið um leið og skólakrakkarnir eru búnir að sækja stundaskrána sína ??
Hér er kominn snjór í fjöll !
Ég er búin að færa lögheimilið mitt í Jólahúsið og á eftir kaupi ég mér súkkulaðidagatal og set skóinn útí glugga ! *urrrrr*

Það er vinnuhelgi hjá mér núna. Sem ég kvarta svosem ekki yfir... nema að því leyti að ég er með gígantíska vöðvabólgu.
Það er starfsmannafundur á mánudaginn og ég ætla að stinga uppá að ráðinn verði nuddari.

Þá væri vinnusvipurinn minn svona :



......það væri nú indælt.... *andvarp*

En enginn sagði að þetta væri auðvelt líf. Ég mun því halda kjafti og bíta á jaxlinn þessa helgi... Flugfélag Íslands er félag sem vert er að þjást fyrir !
Húrra húrra húrraaa !!!

....jeminn kannski er ég bara með vöðvabólgur í geðsmunum ?!

yfir og út,
-Sunnfríður.

p.s. ....set inn myndir frá sprengisandi und das surpriseparty um leið og... uuuu.. ég nenni.

sunnudagur, ágúst 27, 2006

ÓÓÓÓÓÓ JÁÁÁ !!!

Surprise partýið hans Árna heppnaðist ekkert smá vel.
Ég var búin að plana það í 3 vikur og það er ótrúlegt að hann hafi ekki grunað neitt.

Hann á líka svo frábærlega góða vini sem mættu heim á meðan við vorum úti að borða og skreyttu allt !! Ohh þetta var svo flott...

Árni greyið fékk samt vægt hjartaáfall, en það lagaðist fljótt :-)

Núna held ég að mesta gestastraumnum til okkar skötuhjúanna sé lokið.
Þetta er búið að vera alveg hreint frábærlega gaman.
Það er nú samt skrýtið til þess að hugsa að sumarið sé að verða búið. Ég er t.d. ekki búin að fara í neina útilegu... Langar að gista allavega eina nótt í tjaldi í sumar.. einhverstaðar lengst útí sveit.

Það er ennþá sjéns.
Helst mundi ég vilja vera á einhverjum svona stað :




ohh well,
Sjáum hvað setur :-)

Ég var að gramsa í skúffum í vinnunni áðan og rakst þá á þetta :

__________________________________
Til umhugsunar um hamingjuna,

Hamingjan er hér og nú.
Það að kunna að gera sér mat úr því sem þú hefur og njóta þess að vera það sem þú ert er miklu mikilvægara en að ætla að njóta einhvers seinna eða þurfa fyrst að verða einhvern veginn öðruvísi. Það að kunna að njóta andartaksins veitir þér styrk til að ná lengra.

Hin raunverulega hamingja hvílir fyrst og fremst á verkum okkar, því sem við gerum, sköpum og afrekum. Einnig á hæfninni til að njóta afrakstursins.
Hamingjan hvílir líka á getur okkar til að tengjast öðru fólki.

Eitthvað sem er alveg þess virði að taka sér 10 mínútur til að velta fyrir sér... Eða það þótti mér allavega.
__________________________________

Until next time,
-Sunna.